Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984. Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Yfir 600 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, flestir þeirra eru úr íþróttafélögunum í Reykjavík.

Frá árinu 2007 hefur þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni boðist að hlaupa til styrktar góðu málefni. Meira en hundrað góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnuninni ár hvert og hefur safnað fé aukist frá ári til árs. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst er nú komin í tæplega 1.064 milljónir. Hér má finna nánari upplýsingar um sögu áheitasöfnunarinnar.