Einfaldasta leiðin til að halda utan um viðburði

Corsa er nútímalegt viðburðastjórnunarkerfi sem er einstaklega auðvelt í notkun. Það hefur vefviðmót sem er sniðið jafnt að tölvum sem snjalltækjum og þar sem megináherslan er alltaf á þægindi notandans.

Stóru spurningarnar

Corsa var hannað með einfaldar skráningar og notendavænlega viðburðastjórnun að leiðarljósi. Viðskiptavinir þínir ná markmiði sínu eins hratt og kostur er, þökk sé auðskildum stýringum og einföldu skráningarferli.

Sveigjanleg bakvinnsla okkar gerir þér kleift að sérsníða viðburði, eiginleika og flæði þannig að það henti fyrirætlunum þínum fullkomlega. Við erum stöðugt að bæta við eiginleikum sem þú getur prófað þig áfram með og notað til að gera góðan viðburð enn betri.

Að sjálfsögðu. Við höfðum Corsa mjög sveigjanlegt, með möguleika á sérsniðnum greiðslugáttum, góðgerðaeiginleikum og öðrum sérstillingum.

Við bjóðum einnig upp á verðlaunaða vefþróunarþjónustu sem þú getur notað til að sérsníða upplifun notenda þinna og tryggja samræmi í notkun vörumerkisins þíns á netinu.

Corsa er hannað til þess að vera sem sveigjanlegast svo við getum stutt við sem fjölbreyttasta viðburði. Við erum stöðugt að bæta við fleiri leiðum til að sérsníða skráningarflæðið til að geta stutt við fleiri tegundir viðburða.

Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig Corsa passar við viðburðinn þinn.

Eiginleikar

Corsa býður upp á mikið úrval tilbúinna eiginleika til að mæta þörfum viðskiptavina, auk þess að bjóða sérsniðna eiginleika fyrir viðskiptavini með sértækari þarfir. Sérðu ekki eiginleikann sem þú þarft? Hafðu samband og við athugum hvað við getum gert fyrir þig.

 • Einfalt og öflugt umsjónarkerfi með þátttakendum

  Það er ekkert mál að leita í gagnagrunni yfir alla þátttakendur í öllum viðburðum á þínum vegum.

 • Skráningar- og sjálfsafgreiðslukerfi notenda með fullri hýsingu.

  Þátttakendur geta breytt skráningunni sinni eða uppfært hana sjálfir á fullbúna notendasvæðinu okkar.

 • Innfelld skráning

  Felldu innskráningarflæðið inn í þitt eigið vefsvæði með sérsniðnum kostum sem ríma við vörumerkið þitt.

 • Einföld skráning með stuðningi við margþætt kaup

  Kraftmikið skráningarflæði með stuðningi við skráningu á mörgum þátttakendum í ólíkum flokkum.

 • Flýtibókun

  Notendur þínir geta skráð sig í skyndi og skráð nánari upplýsingar til að ganga endanlega frá skráningunni síðar.

 • Varningur

  Seldu varning á skráningarsíðunni. Við styðjum bæði við sölu á eiginlegum vörum og varningi sem felst í að aðgangsmerki/kóðar þriðju aðila eru afhentir í tölvupósti.

 • Hafðu samband

  Heldur þú að Corsa sé með lausnirnar sem þú þarft? Sendu okkur línu ef þú vilt fá fullan aðgang eða frekari kynningu og við höfum samband að bragði.